Tuesday, November 22, 2011

Oh well....

We have had problems with both our website and blog since "Midjan.is" where we kept our stuff online has quit. So now we are back to blogspot, were it all started long time ago.... :-)
But the blog wont be as active as it was, Erla has moved to Australia (!) for one year and Halldóra is still in Sweden. Our books are still available (corr: Prjónaperlur 1 is now sold out!) and can be found in bookstores in Iceland. It is Gudrun, Erlas mom who now manages all the daily book-business.
Our English book "Iceland Knits" can be ordered online here: icelandknits@gmail.com (29 usd). Take a look at our Flickr site to see photos of the patterns in the book.

Wednesday, August 10, 2011

Einfalt er oft best


Já, prjónið þarf ekki aldeilis að vera súperdúperflókið.... til að vera skemmtilegt og flott. Þær hjá Purl Soho hafa prjónað þessi einföldu en skemmtilegu barnateppi, sem eru bara garðaprjón - í öllum mögulegum litum. Samstæðum - eða ekki... Ótrúlega flott. Soldið hippó - en aðallega hlýleg - og girnileg. Hægt að nota hvaða garn sem er - líklegast flottast í frekar grófu garni (og helst ekki sem stingur litlu geyin).

Þeir sem kunna að fitja upp, prjóna, og fella af fara leikandi með svona verkefni.

Monday, August 1, 2011

Jamm og já

Já, við Prjónaperlurnar erum fluttar aftur hingað á Blogspot-bloggið okkar. Og munum halda áfram að færa ykkur ný og gömul prjónatíðindi eftir því sem prjóna-andinn blæs okkur í brjóst.

Annars erum við báðar búnar að vera soldið latar í prjóninu í sumar, og þó.... það hefur eitt og annað runnið af prjónunum hjá okkur. Meira um það og myndir af þeim meistaraverkum seinna :-).

Yours truly,
Yfir-prjónaperlurnar Halldóra og Erla.


Wednesday, June 1, 2011

Perlurnar komnar aftur á blogspot !

Jææææja....
Við Perlurnar erum búnar að vera rúmt ár með bloggið okkar á Miðjunni, en nú er eitthvað bögg í gangi og bloggið búið að liggja niðri í mánuð. Þannig að, við smellum okkur bara hingað aftur á gamla blogspotið.... :-)