Tuesday, November 22, 2011

Oh well....

We have had problems with both our website and blog since "Midjan.is" where we kept our stuff online has quit. So now we are back to blogspot, were it all started long time ago.... :-)
But the blog wont be as active as it was, Erla has moved to Australia (!) for one year and Halldóra is still in Sweden. Our books are still available (corr: Prjónaperlur 1 is now sold out!) and can be found in bookstores in Iceland. It is Gudrun, Erlas mom who now manages all the daily book-business.
Our English book "Iceland Knits" can be ordered online here: icelandknits@gmail.com (29 usd). Take a look at our Flickr site to see photos of the patterns in the book.

Wednesday, August 10, 2011

Einfalt er oft best


Já, prjónið þarf ekki aldeilis að vera súperdúperflókið.... til að vera skemmtilegt og flott. Þær hjá Purl Soho hafa prjónað þessi einföldu en skemmtilegu barnateppi, sem eru bara garðaprjón - í öllum mögulegum litum. Samstæðum - eða ekki... Ótrúlega flott. Soldið hippó - en aðallega hlýleg - og girnileg. Hægt að nota hvaða garn sem er - líklegast flottast í frekar grófu garni (og helst ekki sem stingur litlu geyin).

Þeir sem kunna að fitja upp, prjóna, og fella af fara leikandi með svona verkefni.

Monday, August 1, 2011

Jamm og já

Já, við Prjónaperlurnar erum fluttar aftur hingað á Blogspot-bloggið okkar. Og munum halda áfram að færa ykkur ný og gömul prjónatíðindi eftir því sem prjóna-andinn blæs okkur í brjóst.

Annars erum við báðar búnar að vera soldið latar í prjóninu í sumar, og þó.... það hefur eitt og annað runnið af prjónunum hjá okkur. Meira um það og myndir af þeim meistaraverkum seinna :-).

Yours truly,
Yfir-prjónaperlurnar Halldóra og Erla.


Wednesday, June 1, 2011

Perlurnar komnar aftur á blogspot !

Jææææja....
Við Perlurnar erum búnar að vera rúmt ár með bloggið okkar á Miðjunni, en nú er eitthvað bögg í gangi og bloggið búið að liggja niðri í mánuð. Þannig að, við smellum okkur bara hingað aftur á gamla blogspotið.... :-)

Wednesday, March 10, 2010

Perlurnar flytja sig um set....

Við perlurnar erum búnar að flytja okkur yfir á Miðjuna, komið og kíkið á okkur í nýjum og björtum híbýlum:

http://prjonaperlur.midjan.is/


Ykkar ætíð prjónandi,

Halldóra og Erla


Friday, March 5, 2010

Stieg Larsson, Arnaldur Indriðason, Lisa Marklund.... og við Perlurnar !

Jæja, bara að láta ykkur vita að við hérna félagarnir Stieg, Arnaldur og Lisa erum enn og aftur vinsælust á Íslandi.... :-)

Prjónaperlurnar eru í 10. sæti á metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda á tímabilinu jan-feb.
Vúhúúú!

Uppsafnaður metsölulisti tímabilið 01.01.10 - 28.02.10

1. Loftkastalinn sem hrundi - Stieg Larsson
2. Svörtuloft - Arnaldur Indriðason
3. Stúlkan sem lék sér að eldinum - Stieg Larsson
4. Póstkortamorðin - Liza Marklund/James Patterson
5. Almanak Háskóla Íslands 2010 - Háskóli Íslands
6. Matur og drykkur - Helga Sigurðardóttir
7. Þegar kóngur kom - Helgi Ingólfsson
8. Skemmtilegu Smábarnabækurnar - Ýmsir
9. Bankster - Guðmundur J. Óskarsson
10. Prjónaperlur - Halldóra Skarphéðinsdóttir og Erla S. Sigurðardóttir.

Perlurnar rokka feitt.... :-)

.

Thursday, March 4, 2010

Unaður



Jæja nú erum við Erla báðar búnar að kaupa okkur Japönsku bókina 1000 knitting patterns. Á netinu, hjá Needleart bookshop. Svíndýr, og með svínslegum tollgjöldum (til Íslands) - en ó svo yndisleg.....! Í alvöru talað - ÞÚSUND prjónamunstur....!! af öllum gerðum og sortum. Trilljón mismunandi kaðlar, grilljón mismunandi útprjón eða gataprjón, og bara Zilljón alls konar munstur....
Unaður.

Okkur klæjar í puttana að byrja á alls konar verkefnum, Erla er byrjuð á sjali með e.k. "Daisy stitch", og ég er byrjuð á trefli með útprjóni... :-)

Sjáiði t.d. þessa flottu og vorlegu trefla (myndin er frá Interweave store), það er "bara" að velja girnilegt garn og fallegt gatamunstur - eitt eða blanda saman fleirum - og hanna þinn eigin trefil.
Ef þú átt ekki svona (svíndýra og sjúklega flotta) munsturbók má jú líka finna fín munstur í svona trefla t.d. á Ravelry. Velja "pattern", skrifa "lace pattern" sem leitarorð, klikka svo í "free" undir availability til að bara fá fram þær uppskriftir sem eru ókeypis.



.

Saturday, February 27, 2010

Heklaðir pottaleppar



Það vildi svo skemmtilega til að það var svona second hand markaður í kjallaranum á garnbúðinni Trassel í Täby, norður af Stokkhólmi sem ég átti leið í (aldrei þessu vant - eða þannig...). Þar fann ég þessa hrikalega krúttlegu hekluðu pottaleppa á 10 kr. (sænskar) stykkið, og gat ekki á mér setið og keypti nokkra! Tvo sendi ég til Erlu, og þrír þeirra prýða nú í eldhúsvegginn hjá mér og ylja mér um hjartaræturnar - einsog krúttlegu hekli einu er lagið. (Ætli Frey (Manninum) finnist þeir eins smart og mér....? he he....).

Nú klæjar mig eiginlega í fingurna að hekla svona sæta pottaleppa, skemmtileg tilviljun að það er einmitt nokkrar uppskriftir af pottaleppum í nýjasta Drops blaðinu, númer 120, t.d. þessir. Ég myndi reyndar hafa mína tvöfalda - hekla eitthvað á bakhliðina.....

:-)



Thursday, February 25, 2010

Íslenska Ólympíuleikahúfan


Jæja, þá er Svíaríki orðið heltekið af hekl-æði. Húfu hekl-æði. Ólympíuhúfu hekl-æði.

Eftir því sem sænsku Ólympíufararnir vinna fleiri verðlaun á Ólympíuleikunum í Vancouver magnast æðið og nú er svo komið að blátt og gult garn (af rétta merkinu: Eskimo frá Drops) fæst hvergi, og heklunál númer 8 er uppseld í landinu - "Slutsåld i hela riket!". Blöðin segja frá sveittum garnbúðareigendum sem hafa ekki við að svara í símann: "Nei, því miður, blátt og gult garn kemur ekki aftur fyrr en í viku 10...., og nei, við eigum enga heklunál númer 8 til því miður".

Sérstakur fatnaður eða Collection var hannað á sænsku Ólympíufarana, alls 60 misunandi flíkur, en engin þeirra hefur fengið eins mikla athygli og heklaða húfan í sænsku fánalitunum, eða "OS mössan". Vissar flíkur eiga að notast á verðlaunapalli, þar á meðal er heklaða Ólympíuhúfan, þannig að hún hefur birst á ansi mörgum myndum í blöðum og sjónvarpi undanfarið hér í Svíþjóð.

Við hérna Íslendingarnir á Kantarellvägen í Vallentuna gátum ekki horft uppá þetta aðgerðalaus og grófum því fram plötulopann í réttu litunum (þrefaldan og heklunál nr.10). Gátum ekki látið hverfið verða algjörlega blá-gult á hausnum án þess að hreyfa legg né lið.

Nú vill svo til að blessaður plötulopinn er svolítið spes, þannig að mér finnst hann ekki koma alveg nógu vel út í þessari húfu - hún getur t.d. ekki "lekið" rétt niður ofan á kollinum, og maður virðist vera soldið svona einsog biðukolla á hausnum með hana frekar en frækinn Ólympíuverðlaunahafi - sýnist mér eftir að hafa mátað hana, þannig að þetta heklerí hefur verið sett á hold.... :-) Erlu fannst merkilegast að ég skyldi eiga plötulopa í réttu litunum bara si svona inní skáp hér úti í Sverige - en ég er jú með garnlager heima hjá mér (manninum til þó nokkurs ama) sem hver meðal garnbúð væri stolt af.... :-)

Uppskriftin er mjög einföld. Garnið Eskimo frá Drops er notað í húfuna (en einnig má nota fíngerðara garn tvöfalt), og heklunál nr. 8. Fyrst er bara hekluð flöt plata ofaná höfðinu þar til næg vídd næst (20 cm), þá er heklað í hverja lykkju án útaukninga þar til húfan er orðin nokkuð síð (á að hanga soldið á hnakkanum). Hér að neðan er uppskriftin á sænsku einsog hún hefur birst í mörgum dagblöðum og á mörgum bloggum. Þýðing á heklhugtökunum er að finna hjá Garnstudio. Í þessari uppskrift er heklað með fastalykkjum, en þeir sem til þekkja segja að fyrirmyndin sé hekluð með hálfstuðlum. Það er auðvelt að breyta því; bara hekla með hálfstuðlum, eftir uppskriftinni, þar til stykkið mælist 20 cm (ca. 40 lykkjur alls), hekla þá án útaukninga þar til rétt sídd fæst.

Góða skemmtun með hekleríð,
Yours truly i Sverige - Halldóra.









.