
Já, prjónið þarf ekki aldeilis að vera súperdúperflókið.... til að vera skemmtilegt og flott. Þær hjá Purl Soho hafa prjónað þessi einföldu en skemmtilegu barnateppi, sem eru bara garðaprjón - í öllum mögulegum litum. Samstæðum - eða ekki... Ótrúlega flott. Soldið hippó - en aðallega hlýleg - og girnileg. Hægt að nota hvaða garn sem er - líklegast flottast í frekar grófu garni (og helst ekki sem stingur litlu geyin).
Þeir sem kunna að fitja upp, prjóna, og fella af fara leikandi með svona verkefni.