Wednesday, October 28, 2009

PRJÓNAPERLUR!


Já, það er ný prjónabók á leiðinni!!!..... Hrikalega skemmtilegt ....:-) Hún kemur út í nóvember, og við frænkurnar (og prjónabókahöfundarnir) erum á fullu að klára allt sem klára þarf. Síðustu daga erum við búnar að liggja yfir og lúslesa og lagfæra og breyta og bæta prjónauppskriftir..... okkur dreymir nú sléttar og brugðnar á nóttunni (ljúfir draumar)! og hugsum um útaukningar, lykkjufjölda og laskaermar þegar við stoppum á rauðu ljósi, og biðjum um ermina í staðinn fyrir smjörið við kvöldvarðarborðið....hahaha J.


Bókin heitir "PRJÓNAPERLUR - prjónað frá grasrótinni", sem er mjög lýsandi fyri bókina. Það vísar annars vegar til uppskriftanna í bókinni, og hins vegar til prjónafólksins sem deilir hér með sér uppskriftunum sínum. Í bókinni gefa 20 prjónaperlur (með okkur Erlu) hvaðanæva að af landinu, uppskriftirnar sínar. Alls konar venjulegt fólk, eins og þú og við, mjög ólíkir einstaklingar – en sem eiga það öll sameiginlegt að hafa verið bitnir af blessaðri prjónabakteríunni. Uppskriftirnar verða í kringum 45, þær eru mjög fjölbreyttar og kennir þar ýmissa grasa. Sumir gefa uppáhaldsuppskriftina sína, eða eitthvað sem þeir hafa þróað á löngum tíma, eitthvað sem þeir prjóna oft, sumir gefa uppskrift sem hefur sérstaka þýðingu fyrir þá, og sumt er hannað alveg sérstaklega fyrir þessa bók. Til dæmis. Og við erum svo ánægðar með allar uppskriftirnar! Finnst þær allar svo flottar og skemmtilegar, og langar helst að fitja upp á öllu saman strax í dag !!! Enda eru jú allar uppskriftirnar vandlega valdar af okkur - eins og fínustu perlur :). Svo er svo skemmtilegur texti um hverja prjónaperlu, svona léttur og húmorískur texti um hvern og einn. Og svo gefa allir upp prjónamottó eða einkunnarorð, þau eru mörg hver alveg frábær.....


Við erum svo spenntar! – getum ekki beðið eftir að bókin verði tilbúin...... En já, þá er að bretta upp ermarnar fyrir lokaátakið. Back to work!

Erla og Halldóra

Prjónaperlurnar við

Þetta erum við frænkurnar og útgefendur bókarinnar.


Og já - við erum alltaf svona sætar og glaðar!!!

Erla & Halldóra

Erla er litla frænka hennar Halldóru. En samt er hún stærri. Halldóra er föðursystir Erlu. Það eru átta ár á milli okkar frænkanna en aldursbilið hefur einhvern veginn horfið í áranna rás...! Halldóra passaði Erlu þegar hún var lítil og svo passaði Erla frumburð Halldóru þegar Erla var unglingur og Halldóra á fullu í háskólanámi. Svona höfum við alltaf hjálpast að. Samvinnan í Prjónaperlum gengur því undurvel, þrátt fyrir miklar fjarlægðir, en Erla býr í Hafnarfirði og Halldóra í Svíþjóð! Þangað flutti Halldóra fyrir 10 árum þegar hún ákvað að verða gáfaðri og fara í doktorsnám í líffræði. Erla hefur verið með stöðugan áróður á Halldóru síðastliðin ár um að koma HEIM. Heim til hennar - en Halldóra er víst orðin of mikilvæg og upptekin við rannsóknir í sænska Háskólanum sínum og kann orðið aðeins of vel við sænskar kjötbollur og kanilbulla.


Erla passar samt upp á að Halldóra haldi áfram að vera Íslendingur með öllum brögðum og ráðum eins og að senda henni reglulega lakkrís, kleinur, hangikjöt og grænar baunir. Til að minnka bilið á milli okkar eru heimsóknir reglulega á dagskrá og snúast þær undanfarin ár að miklu leyti um handavinnu. Erla mætir reglulega til Stokkhólms í húsmæðraorlof og notar tímann í Handavinnuskóla Halldóru eins og hún kallar það. Halldóra er nefninlega prjóna- og heklsjéníið hennar Erlu, sem hefur lært ansi margt af henni. Sérstaklega þolinmæði og nákvæmni, enda er Halldóra róleg og nákvæm vísindakona. Erlu er hins vegar vel lýst sem glaðværu og nokkuð hvatvísu fljúgandi fiðrildi sem lifir í núinu. Hún þrífst illa í ládeyðu og vill framkvæma frekar en bíða. Halldóra hefur tekið sér það til fyrirmyndar að einhverju leyti og er nú að æfa sig í að "kýla á hlutina" í stað þess að melta þá leeeengi (eins og einhver Svíi!).

Við erum líka með nokkuð ólíkan fatasmekk. Halldóra reynir að taka sér litagleði í fatastíl Erlu til fyrirmyndar og Erla reynir að kaupa stundum svörtu skóna í stað þeirra appelsínugulu - að hætti Halldóru. Hins vegar má furðu sæta hversu samtaka við erum þegar kemur að prjóneríi. Það var alls ekkert erfitt að velja prjónavörur í bókina, þar vorum við á sömu línu.

Saman erum við bara svo flott blanda.
Og "Prjónaperlur" eru afrakstur ólíkra frænkna sem njóta styrkleika hvorar annarrar :)

Tuesday, October 20, 2009

Prjónaperlur - prjónað frá grasrótinni

Prjónaperlur er prjónabókin í ár - kemur út í nóvember...!

Kveðja,
Erla og Halldóra