Saturday, February 27, 2010

Heklaðir pottaleppar



Það vildi svo skemmtilega til að það var svona second hand markaður í kjallaranum á garnbúðinni Trassel í Täby, norður af Stokkhólmi sem ég átti leið í (aldrei þessu vant - eða þannig...). Þar fann ég þessa hrikalega krúttlegu hekluðu pottaleppa á 10 kr. (sænskar) stykkið, og gat ekki á mér setið og keypti nokkra! Tvo sendi ég til Erlu, og þrír þeirra prýða nú í eldhúsvegginn hjá mér og ylja mér um hjartaræturnar - einsog krúttlegu hekli einu er lagið. (Ætli Frey (Manninum) finnist þeir eins smart og mér....? he he....).

Nú klæjar mig eiginlega í fingurna að hekla svona sæta pottaleppa, skemmtileg tilviljun að það er einmitt nokkrar uppskriftir af pottaleppum í nýjasta Drops blaðinu, númer 120, t.d. þessir. Ég myndi reyndar hafa mína tvöfalda - hekla eitthvað á bakhliðina.....

:-)



Thursday, February 25, 2010

Íslenska Ólympíuleikahúfan


Jæja, þá er Svíaríki orðið heltekið af hekl-æði. Húfu hekl-æði. Ólympíuhúfu hekl-æði.

Eftir því sem sænsku Ólympíufararnir vinna fleiri verðlaun á Ólympíuleikunum í Vancouver magnast æðið og nú er svo komið að blátt og gult garn (af rétta merkinu: Eskimo frá Drops) fæst hvergi, og heklunál númer 8 er uppseld í landinu - "Slutsåld i hela riket!". Blöðin segja frá sveittum garnbúðareigendum sem hafa ekki við að svara í símann: "Nei, því miður, blátt og gult garn kemur ekki aftur fyrr en í viku 10...., og nei, við eigum enga heklunál númer 8 til því miður".

Sérstakur fatnaður eða Collection var hannað á sænsku Ólympíufarana, alls 60 misunandi flíkur, en engin þeirra hefur fengið eins mikla athygli og heklaða húfan í sænsku fánalitunum, eða "OS mössan". Vissar flíkur eiga að notast á verðlaunapalli, þar á meðal er heklaða Ólympíuhúfan, þannig að hún hefur birst á ansi mörgum myndum í blöðum og sjónvarpi undanfarið hér í Svíþjóð.

Við hérna Íslendingarnir á Kantarellvägen í Vallentuna gátum ekki horft uppá þetta aðgerðalaus og grófum því fram plötulopann í réttu litunum (þrefaldan og heklunál nr.10). Gátum ekki látið hverfið verða algjörlega blá-gult á hausnum án þess að hreyfa legg né lið.

Nú vill svo til að blessaður plötulopinn er svolítið spes, þannig að mér finnst hann ekki koma alveg nógu vel út í þessari húfu - hún getur t.d. ekki "lekið" rétt niður ofan á kollinum, og maður virðist vera soldið svona einsog biðukolla á hausnum með hana frekar en frækinn Ólympíuverðlaunahafi - sýnist mér eftir að hafa mátað hana, þannig að þetta heklerí hefur verið sett á hold.... :-) Erlu fannst merkilegast að ég skyldi eiga plötulopa í réttu litunum bara si svona inní skáp hér úti í Sverige - en ég er jú með garnlager heima hjá mér (manninum til þó nokkurs ama) sem hver meðal garnbúð væri stolt af.... :-)

Uppskriftin er mjög einföld. Garnið Eskimo frá Drops er notað í húfuna (en einnig má nota fíngerðara garn tvöfalt), og heklunál nr. 8. Fyrst er bara hekluð flöt plata ofaná höfðinu þar til næg vídd næst (20 cm), þá er heklað í hverja lykkju án útaukninga þar til húfan er orðin nokkuð síð (á að hanga soldið á hnakkanum). Hér að neðan er uppskriftin á sænsku einsog hún hefur birst í mörgum dagblöðum og á mörgum bloggum. Þýðing á heklhugtökunum er að finna hjá Garnstudio. Í þessari uppskrift er heklað með fastalykkjum, en þeir sem til þekkja segja að fyrirmyndin sé hekluð með hálfstuðlum. Það er auðvelt að breyta því; bara hekla með hálfstuðlum, eftir uppskriftinni, þar til stykkið mælist 20 cm (ca. 40 lykkjur alls), hekla þá án útaukninga þar til rétt sídd fæst.

Góða skemmtun með hekleríð,
Yours truly i Sverige - Halldóra.









.

Monday, February 22, 2010

Baby Surprise Jacket

Krummi dálítið hissa í Baby Surprise Jacket - mjög viðeigandi ;)

Jæja jæja lesendur góðir!

Þá er komið að því að státa sig af prjónadásemdinni sem ég kláraði í síðustu viku, svokölluðum Baby Surprise Jacket, en það er meistarastykki nokkuð hannað af prjónagúrúinu Elizabeth Zimmermann (f. 1910-d. 1999). Elizabeth hannaði þessa peysu árið 1968 og ekki annað hægt að segja en að hún sé algjört prjónahönnunarundur. Maður prjónar peysuna fram og til baka (garðaprjón) og ef maður tekur úr og eykur í á réttum stöðum verður allt í einu til þessi líka svaka fína garðaprjónspeysa! Peysan er saumuð saman á öxlunum.

Ég notaði fína heimalitaða Kambgarnið mitt í þessa peysu (upplýsingar um garnlitun er hér aðeins neðar á blogginu). Ég prjónaði hana á prjóna nr. 3,5 og það fóru rétt tæpar 2 dokkur af Kambgarni í hana. Hún passar á litla snúðinn minn sem nú er rétt rúmlega 2 mánaða. Hún mun svo vaxa með honum upp í ca. 6 mánaða myndi ég halda en garðaprjónið teygist vel og peysan er rúm. Ég á svo pottþétt eftir að gera aðra stærri peysu þegar hann hættir að passa í þessa, þá á þykkara garn og stærri prjóna. Ermarnar á þessari peysu er nokkuð stuttar, en einfalt er að taka upp lykkjur og prjóna framan á þær.

Uppskriftina að BSJ má kaupa í Nálinni á Laugavegi og eins er hana að finna í bókum Zimmermann: The Opinionated Knitter og Knitting Workshop.



BSJ er prjónuð í einu stykki fram og til baka


Gestaþraut: Hvernig setur maður þetta saman til að úr verði peysa?? Ég þurfti að fletta upp vídjói á Youtube til að finna út úr því haha!


Peysan tilbúin, nema vantar tölurnar á...

Krummi sæti í sætu peysunni

Tuesday, February 16, 2010

Prjónakennsla

Því miður var ekki pláss fyrir prjónakennslu í Prjónaperlu-bókinni (við tímdum ekki plássinu undir það!), en á netinu er fjöldi góðra kennslumyndbanda. Til dæmis er Drops eða Garnstudio.com með mörg góð myndbönd, sem sýna bæði undirstöðuatriði og flóknara prjón.

Hér fyrir neðan er linkur á nokkur myndbönd þeirra í undirstöðuatriðunum. Smelltu á play til að skoða myndböndin, og svo "share" efst í horni myndbandsins, og síðan "visit URL" til að komast á síðuna þeirra til að skoða fleiri myndbönd.


Fitja upp.

Cast on from DROPS Design on Vimeo.




Garðaprjón (slétt prjón).
(prjónað fram og til baka, slétt báðu megin)

Garter stitch from DROPS Design on Vimeo.




Prjónað brugðið.

Purl 3 from DROPS Design on Vimeo.





Fella af


Bind off right side from DROPS Design on Vimeo.




Hér er pottþétt aðferð til að fella laust af, sem Halla lopi kenndi okkur í saumó Norður Stokkhólms :-) :


Monday, February 15, 2010

Prjónaráð

Á garnstudio.com eru mörg prjónamyndbönd. Hér koma nokkur sem sýna góð prjónaráð.

Er dokkan búin? Þá er bara að spýta í lófana og "þæfa" nýjan enda við þann gamla. Engir þráðar að ganga frá.... :-) (virkar með flest ullarband):

Add a new ball of yarn from DROPS Design on Vimeo.




Hér er sýnt hvernig prjónamerki eru notuð. Í þessu dæmi er aukið út um 1 lykkju sitt hvoru megin við prjónamerkin.

Stitch markers from DROPS Design on Vimeo.




Hér kemur lausn á algengu vandamáli:
Misstirðu niður lykkju? Náðu í heklunál og "heklaðu" hana upp!:

Dropped stitch from DROPS Design on Vimeo.




Russian join - góð aðferð til að skeyta saman 2 þráðum. Gott er að nota ef erfitt er að ganga frá endunum, einsog t.d. í prjóni með fíngert garn einsog einband. Þessa aðferð er t.d. upplagt að nota í Möbíusnum þegar maður skiptir um lit.

Russian join from DROPS Design on Vimeo.

Saturday, February 6, 2010

Perlurnar í 8. sæti í janúar!



Við segjum ykkur stoltar frá því að Prjónaperlur eru í 8. sæti á metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) í janúarmánuði! Jibbí jei, gaman gaman! Við vissum jú alltaf að þetta væri skemmtileg prjónabók en að komast á metsölulista er þvílíkur heiður. Takk kærlega allir prjónarar þarna úti. Við vonum að þið séuð að njóta bókarinnar og hafið gaman af því að prjóna upp úr henni. Stykkin í bókinni eru alls konar, flókin og einföld, og ættu allir að finna sér eitthvað við hæfi. Grasrótin er svo sannarlega að gera góða hluti í prjóni - það er engin spurning :)

Kíkið endilega á Prjónaperluklúbbin á Facebook og skoðið þær myndir sem hafa verið settar inn af þeim stykkjum sem fólk hefur prjónað upp úr bókinni. Við viljum endilega fá að sjá þetta er allt svo flott! Sumir prjóna beint upp úr bókinni en aðrir hafa gaman af því að breyta og fabúlera með uppskriftirnar. Útkoman verður alltaf skemmtileg!

Hér má sjá nokkrar myndir frá gerð bókarinnar. Allt ferli í þeirri vinnu var svo skemmtilegt. Hér má sjá Elísabetu Stefánsdóttur vinkonu okkar og áhugaljósmyndara með meiru munda vélina með stæl. Útkoman var æðisleg!




Takk aftur!
Prjónaást,
Erla og Halldóra