Jæja jæja lesendur góðir!
Þá er komið að því að státa sig af prjónadásemdinni sem ég kláraði í síðustu viku, svokölluðum Baby Surprise Jacket, en það er meistarastykki nokkuð hannað af prjónagúrúinu Elizabeth Zimmermann (f. 1910-d. 1999). Elizabeth hannaði þessa peysu árið 1968 og ekki annað hægt að segja en að hún sé algjört prjónahönnunarundur. Maður prjónar peysuna fram og til baka (garðaprjón) og ef maður tekur úr og eykur í á réttum stöðum verður allt í einu til þessi líka svaka fína garðaprjónspeysa! Peysan er saumuð saman á öxlunum.
Ég notaði fína heimalitaða Kambgarnið mitt í þessa peysu (upplýsingar um garnlitun er hér aðeins neðar á blogginu). Ég prjónaði hana á prjóna nr. 3,5 og það fóru rétt tæpar 2 dokkur af Kambgarni í hana. Hún passar á litla snúðinn minn sem nú er rétt rúmlega 2 mánaða. Hún mun svo vaxa með honum upp í ca. 6 mánaða myndi ég halda en garðaprjónið teygist vel og peysan er rúm. Ég á svo pottþétt eftir að gera aðra stærri peysu þegar hann hættir að passa í þessa, þá á þykkara garn og stærri prjóna. Ermarnar á þessari peysu er nokkuð stuttar, en einfalt er að taka upp lykkjur og prjóna framan á þær.
Uppskriftina að BSJ má kaupa í Nálinni á Laugavegi og eins er hana að finna í bókum Zimmermann: The Opinionated Knitter og Knitting Workshop.
BSJ er prjónuð í einu stykki fram og til baka
Gestaþraut: Hvernig setur maður þetta saman til að úr verði peysa?? Ég þurfti að fletta upp vídjói á Youtube til að finna út úr því haha!
Ég á sko pottþétt eftir að prófa þessa, hann er ekkert smá sætur í henni. Veistu hvort uppskriftin í Nálinni er á íslensku?
ReplyDeletekv. Anna Panna
Já, hún er á íslensku í Nálinni :)
ReplyDeleteE
Hej
ReplyDeleteJag hoppa Att jag Int är Alldeles ute och svamlar nu. Men vist var du på Syjuntan i Balsta igårkväll. Du är "fel" person får du ursäkta.
Jag har en föreslagen Hänvisning från mitt Senaste inlägg till mönstret på grytlappen.
Mönstret till sjalen kan jag ta med nästa gång.
Villka härliga grejer du har gjort.
Ni får se till Att Bokel Översätta to English också.
Hej Lena,
ReplyDeleteJa, det var jag som var på stickcafé i Bällstaberg i gårkväll :-). Roligt att du hittade hit - och att hitta till din sida, och få se bilder på dina fina små alster. Dom där grytlapparna är så fina....! Och pepparkakshuset är underbart.
Vi ses kanske på nästa stickcafé!
Halldóra.
Fyrir íslendingana: Ég hitti Lenu á prjónakaffi í gær hér heima í Vallentuna, Svíþjóð, kíkiði endilega á síðuna hennar.
Hún var að hekla svo flotta pottaleppa í gær - mig langar líka að hafa svona fína heklaða pottaleppa í eldhúsinu mínu!
Jamm, "to do" listinn lengist og lengist... :-)