Er dokkan búin? Þá er bara að spýta í lófana og "þæfa" nýjan enda við þann gamla. Engir þráðar að ganga frá.... :-) (virkar með flest ullarband):
Add a new ball of yarn from DROPS Design on Vimeo.
Hér er sýnt hvernig prjónamerki eru notuð. Í þessu dæmi er aukið út um 1 lykkju sitt hvoru megin við prjónamerkin.
Stitch markers from DROPS Design on Vimeo.
Hér kemur lausn á algengu vandamáli:
Misstirðu niður lykkju? Náðu í heklunál og "heklaðu" hana upp!:
Dropped stitch from DROPS Design on Vimeo.
Russian join - góð aðferð til að skeyta saman 2 þráðum. Gott er að nota ef erfitt er að ganga frá endunum, einsog t.d. í prjóni með fíngert garn einsog einband. Þessa aðferð er t.d. upplagt að nota í Möbíusnum þegar maður skiptir um lit.
Russian join from DROPS Design on Vimeo.
Snilld með prjónamerkin! Ég hef einmitt aldrei verið viss um hvernig ætti að nota þau og þess vegna eiginlega soldið sneytt framhjá þeim eða gert þetta flókið með garnspottum og endalausum talningum ;) Takk fyrir þetta
ReplyDelete