Wednesday, October 28, 2009

PRJÓNAPERLUR!


Já, það er ný prjónabók á leiðinni!!!..... Hrikalega skemmtilegt ....:-) Hún kemur út í nóvember, og við frænkurnar (og prjónabókahöfundarnir) erum á fullu að klára allt sem klára þarf. Síðustu daga erum við búnar að liggja yfir og lúslesa og lagfæra og breyta og bæta prjónauppskriftir..... okkur dreymir nú sléttar og brugðnar á nóttunni (ljúfir draumar)! og hugsum um útaukningar, lykkjufjölda og laskaermar þegar við stoppum á rauðu ljósi, og biðjum um ermina í staðinn fyrir smjörið við kvöldvarðarborðið....hahaha J.


Bókin heitir "PRJÓNAPERLUR - prjónað frá grasrótinni", sem er mjög lýsandi fyri bókina. Það vísar annars vegar til uppskriftanna í bókinni, og hins vegar til prjónafólksins sem deilir hér með sér uppskriftunum sínum. Í bókinni gefa 20 prjónaperlur (með okkur Erlu) hvaðanæva að af landinu, uppskriftirnar sínar. Alls konar venjulegt fólk, eins og þú og við, mjög ólíkir einstaklingar – en sem eiga það öll sameiginlegt að hafa verið bitnir af blessaðri prjónabakteríunni. Uppskriftirnar verða í kringum 45, þær eru mjög fjölbreyttar og kennir þar ýmissa grasa. Sumir gefa uppáhaldsuppskriftina sína, eða eitthvað sem þeir hafa þróað á löngum tíma, eitthvað sem þeir prjóna oft, sumir gefa uppskrift sem hefur sérstaka þýðingu fyrir þá, og sumt er hannað alveg sérstaklega fyrir þessa bók. Til dæmis. Og við erum svo ánægðar með allar uppskriftirnar! Finnst þær allar svo flottar og skemmtilegar, og langar helst að fitja upp á öllu saman strax í dag !!! Enda eru jú allar uppskriftirnar vandlega valdar af okkur - eins og fínustu perlur :). Svo er svo skemmtilegur texti um hverja prjónaperlu, svona léttur og húmorískur texti um hvern og einn. Og svo gefa allir upp prjónamottó eða einkunnarorð, þau eru mörg hver alveg frábær.....


Við erum svo spenntar! – getum ekki beðið eftir að bókin verði tilbúin...... En já, þá er að bretta upp ermarnar fyrir lokaátakið. Back to work!

Erla og Halldóra

1 comment: