Wednesday, January 6, 2010

Sjónvarpssokkarnir fínu...


Hér fer reynslusaga sjónvarpssokkaprjónarans mín:

Ég prjónaði nokkra sjónvarpssokka fyrir Prjónaperlur, pikkaði uppskriftina bara upp eftir einum af þeim gömlu góðu sjónvarpssokkum sem amma Silla prjónaði á mig forðum daga. Nú í kuldakastinu undanfarið hef ég varla farið úr einu parinu... þeir eru svo mjúkir og hlýir... - nema hvað, að eftir nokkra notkun á þeim voru þeir farnir að verða of víðir og óþægilega stórir. Mér fannst allt í einu eins og þeir væru of lausir í sér, prjónaðir á of stóra prjóna jafnvel. Svo í stað þess að gefa þá upp á bátinn ákvað ég að skella þeim hreinlega bara í þvottavélina og prófa að þæfa þá eilítið. Ég setti þá á venjulegt bómullarprógramm á 30°, ÁN forþvottar. Ég kveið nokkuð niðurstöðunni þar sem ég hafði stuttu áður þæft vettlinga sem áttu að passa á fullorðinn en komu úr þvottavélinni aaaalltof litlir, pössuðu ekki einu sinni á 5 ára dóttur mína..! En þá hafði ég sett á of langt þvottaprógram (með forþvotti) og þeir hurfu næstum því!

En ég vil sem sagt mæla með þessu, ef eða þegar sjónvarpssokkarnir ykkar eru orðnir of stórir, víðir eða ólögulegir eftir nokkra notkun þá má endilega skella þeim í þvottavélina, á stutt bómullarprógramm á 30 gráður. Ég klæddi mig í sokkana þegar þeir komu rakir úr vélinni, svona til að teygja þá eilítið til og sjá til þess að þeir pössuðu mér nú ennþá. Ég er með nokkuð stóran fót og nú passa þeir frábærlega, eru þéttir og hlýir, algjör draumur :)

Erla

1 comment: