Saturday, February 27, 2010

Heklaðir pottaleppar



Það vildi svo skemmtilega til að það var svona second hand markaður í kjallaranum á garnbúðinni Trassel í Täby, norður af Stokkhólmi sem ég átti leið í (aldrei þessu vant - eða þannig...). Þar fann ég þessa hrikalega krúttlegu hekluðu pottaleppa á 10 kr. (sænskar) stykkið, og gat ekki á mér setið og keypti nokkra! Tvo sendi ég til Erlu, og þrír þeirra prýða nú í eldhúsvegginn hjá mér og ylja mér um hjartaræturnar - einsog krúttlegu hekli einu er lagið. (Ætli Frey (Manninum) finnist þeir eins smart og mér....? he he....).

Nú klæjar mig eiginlega í fingurna að hekla svona sæta pottaleppa, skemmtileg tilviljun að það er einmitt nokkrar uppskriftir af pottaleppum í nýjasta Drops blaðinu, númer 120, t.d. þessir. Ég myndi reyndar hafa mína tvöfalda - hekla eitthvað á bakhliðina.....

:-)



5 comments:

  1. ú, get ekki beðið að fá mína :) Ekkert smá krúttlegt :)
    Erla

    ReplyDelete
  2. Ferlega flottir! Sniðugur þessi líka með myndinni af húsinu, hef ekki séð áður svona "myndhekl" á þennan veg.
    Út frá þessum pottaleppamyndum fer ég að pæla hvort maður geti ekki prjónað sér og þæft ofnhanska...? Hafa hann bara ofur þykkan og ofur þæfðann. Það hefur ekki verið samkomulag um nauðsyn ofnhanska á þessu heimili en ég hlýt að geta "unnið" það argument með því að segja að ég "þurfi bara að prófa að prjóna og þæfa einn slíkann" ;)

    ReplyDelete
  3. Yndisleg nostalgía. Flott hugmynd að hafa þá til skrauts. Ég á einhversstaðar stóra mynd sem ég heklaði í barnaskóla. Þetta voru svona myndir sem voru heklaðar í hvítu (yfirleitt svanir eða eitthvað rómantískt), strengdar í ramma og notaðar sem skraut í glugga. Þótti voða smart þá.
    kv. Anna Lára

    ReplyDelete
  4. Krúttlegir, ég heklaði nú bara pottaleppa úr gömlu sængurveri um daginn, en þeir komu alveg ágætlega út :)
    kv. Hrönn

    ReplyDelete
  5. Já, þessir eru æðislegir.

    Í myndheklinu, þá liggur þráðurinn með sem ekki er verið að hekla með í augnablikinu og það er heklað yfir hann, þar til kemur að því að nota hann næst, þá liggja hinir ónotuðu þræðirnir með og það er heklað yfir þá.

    Jú það má pottþétt prjóna og þæfa ofnhanska, Guðrún... passaðu bara að prjóna hann nógu stóran - þeir minnka ótrúlega þegar þeir eru þæfðir í þvottavélinni!

    Sniðug hugmynd að hekla pottaleppa úr gömlu sængurveri, Hrönn!

    kv.
    Halldóra.

    ReplyDelete