Fríða Gylfadóttir frá Siglufirði vakti athygli okkar á mjög skemmtilegu prjónaverkefni sem er í gangi fyrir norðan. En það er að prjóna trefil sem mun ná í gegnum Héðinsfjarðargöngin sem munu tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð saman - alls 17 km langur trefill !!!
Á heimasíðu Fjallabyggðar má lesa þetta um verkefnið:
"Í Fjallabyggð keppist fólk nú við að prjóna. Karlar, konur og börn, innfæddir, aðfluttir og fráfluttir, á öllum aldri hafa tekið upp prjónana og keppast nú við að prjóna 17 km. langan trefil. Ætlunin er að nýta trefillinn til að tengja saman byggðarkjarnana alveg frá miðbæ Siglufjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng inn í miðbæ Ólafsfjarðar við vígslu gangana í lok september nk. þegar göngin verða formlega opnuð.
Hugmyndina að þessu framtaki á Fríða Gylfadóttir listamaður á Siglufirði og hefur hún staðið í ströngu síðustu daga við að koma verkefninu af stað.
Eftir að byggðakjarnarnir hafa verið tengdir saman er ætlunin að búta trefillinn niður í minni trefla, þæfa þá, sauma í þá merki Fjallabyggðar og selja til styrktar góðgerðarmálum.
Búið er að setja upp prjóna á helstu samkomustöðum sveitarfélagsins sem hægt verði að grípa í þegar tækifæri gefst. Það má því búast við að prjónað verði á biðstofum heilsugæslunnar, á hárgreiðslustofunum, öllum verslunum, í bakaríinu, í apótekinu, í frímínútum hjá grunnskólunum, á bifreiðaverkstæðum, og kaffistofum út allt sveitarfélagið.
Fríða hvetur allt prjónafólk á Siglufirði, Ólafsfirði og um land allt til að sameinast og senda inn búta. Litir, gerð garns eða prjónamunstur skiptir ekki máli, bútarnir þurfa bara að vera 20 cm. breiðir. Vinnustofa Fríðu á Siglufirði verður opin alla mánudaga frá kl. 15-18 í tengslum við verkefnið svo einnig verður hægt að mæta þangað.
Áhugasamir geta haft samband við listamanninn í síma 896-8686, eða sent línu á frida@frida.is. Auk þess er hægt að senda búta á skrifstofu sveitarfélagsins Gránugötu 24 580 Siglufirði eða Ólafsveg 4 625 Ólafsfirði."
Fylgist með framvindu mála hér: www.frida.is !
Kortið hér að neðan er frá heimasíðu vegagerðarinnar og sýnir Héðinsfjarðargöng, og myndin er af Siglufirði (frá vef Jónasar Gunnlaugssonar).
In the New York Times
-
Gotta brag a little… My knitting tours featured in the New York Times! You
can read the article here Pictures: Sigga Ella
The post In the New York Times ...
2 weeks ago
No comments:
Post a Comment