Sunday, January 3, 2010

Ponsufléttuhúfa úr léttlopa

Hér kemur skemmtileg útgáfa af húfunni "Rósa rauða" í Prjónaperlubókinni, sem Marsíbil Lillý frá Keflavík hefur breytt og bætt.

Í bókinni er húfan í barnastærð og prjónuð í Drops alpacka, en Marsíbil Lillý prjónaði hana í fullorðinsstærð og úr léttlopa, og setti þessar fallegu keramiktölur frá Sólheimum á hana.
Kemur mjög skemmtilega út!!

Stroffið er prjónað á prjóna 2,5, og sjálf húfan á prjóna 3,5. Lillý fitjaði upp 92 lykkjur með léttlopa, en fylgdi annars uppskriftinni og úrtökum á kolli einsog þær eru í bókinni. Í húfuna fer rúmlega 1 dokka af léttlopa.

Munstrið í húfunni er í raun ekki fléttumunstur en lítur samt soldið út einsog lítið fléttumunstur, við köllum það ponsufléttur.... :-) Það er mjög einfalt, bara 3 umferðir sem eru endurteknar út húfuna, svona:

1. [Prjónið 3 brugðnar, 1 slétta, sláið bandinu uppá prjóninn, prjónið 1 slétta], endurtakið út umferðina.
2. Prjónið 3 brugðnar og 3 sléttar, út umferðina.
3. [Prjónið 3 brugðnar, 1 slétt lykkja er færð yfir á hægri prjón, prjónið 2 sléttar lykkjur, eina í einu, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir 2 nýprjónuðu sléttu lykkjurnar], endurtakið út umferðina.

Sendið okkur endilega myndir af afrakstrinum ykkar úr Prjónaperlunum, það er svo gaman að sjá! Svo eru Prjónaperlurnar með klúbb á Facebook þar sem prjónarar geta sjálfir hlaðið upp myndir af prjóninu sínu.

























Marsíbil Lillý herself....
Með fína ponsufléttuhúfu sem fór í jólapakka frá henni.


:-)

6 comments:

  1. Æðisleg húfa og ponsuflétturnar sjást svo vel með léttlopanum :)
    Erla

    ReplyDelete
  2. Hvað þarf margar dokkur af Drops garninu í barnahúfurnar? Eina sem ég sakna í þessarri frábæru bók er magnið sem þarf að kaupa af garni.
    kv
    Halldóra Kristín

    ReplyDelete
  3. Já það er rétt hjá þér - magn garns er ekki gefið í öllum uppskriftunum. Takk fyrir ábendinguna - munum að hafa það með alls staðar næst :-)!

    Magnið af garni í þessari húfu fer eftir því hvort hún er höfð djúp - eða síð. En í "venjulegri" stærð af barnahúfu fer bara 1 dokka af Drops alpacka.

    prjónakveðja,
    Halldóra.
    Gangi þér

    ReplyDelete
  4. Takktakk nafna, er mjög spennt að prófa þessa :)

    ReplyDelete
  5. Veistu nokkuð hvað hún prjónaði marga cm þar til hún kom að úrtökunni? ;)

    ReplyDelete