Thursday, March 4, 2010

Unaður



Jæja nú erum við Erla báðar búnar að kaupa okkur Japönsku bókina 1000 knitting patterns. Á netinu, hjá Needleart bookshop. Svíndýr, og með svínslegum tollgjöldum (til Íslands) - en ó svo yndisleg.....! Í alvöru talað - ÞÚSUND prjónamunstur....!! af öllum gerðum og sortum. Trilljón mismunandi kaðlar, grilljón mismunandi útprjón eða gataprjón, og bara Zilljón alls konar munstur....
Unaður.

Okkur klæjar í puttana að byrja á alls konar verkefnum, Erla er byrjuð á sjali með e.k. "Daisy stitch", og ég er byrjuð á trefli með útprjóni... :-)

Sjáiði t.d. þessa flottu og vorlegu trefla (myndin er frá Interweave store), það er "bara" að velja girnilegt garn og fallegt gatamunstur - eitt eða blanda saman fleirum - og hanna þinn eigin trefil.
Ef þú átt ekki svona (svíndýra og sjúklega flotta) munsturbók má jú líka finna fín munstur í svona trefla t.d. á Ravelry. Velja "pattern", skrifa "lace pattern" sem leitarorð, klikka svo í "free" undir availability til að bara fá fram þær uppskriftir sem eru ókeypis.



.

No comments:

Post a Comment