Prjónablogg Halldóru og Erlu.
Knitting blog, by Halldóra and Erla, authors of the Icelandic knitting books "Prjónaperlur" and "Fleiri Prjónaperlur". English translation: "Iceland Knits".
Þá er fína flotta prjónabókin okkar komin út! Það var unun að handfjatla fyrstu eintökin...mmmm.... Hún er nú komin í nokkrar verslanir á Höfuðborgarsvæðinu! Við dreifðum henni í gær í Hagkaup og Eymundsson á Stór-Reykjavíkursvæðinu og svo höldum við áfram að dreifa henni í lok vikunnar þegar restin kemur úr prentun. Þá verður hún fáanleg í hannyrðaverslunum og í ýmsum verslunum úti á landi. Eins er hægt að nálgast hana hér hjá okkur.
Elskulegu prjónaperlur, vinir og aðdáendur nær og fjær,
Þið eruð öll hjartanlega velkomin að koma og fagna með okkur á útgáfugleði Prjónaperla sem verður haldin laugardaginn 28. nóvember n.k. kl. 11 - 13 í Iðu, Lækjargötu 2a, Reykjavík.
Fyrir utan almenna prjónagleði og fögnuð verður hægt að skoða eitthvað af prjónastykkjunum úr bókinni á staðnum, auk þess sem bókin verður til sölu á sérstöku tilboðsverði.
Við verðum auðvitað báðar á svæðinu, hlökkum til að sjá ykkur! Halldóra og Erla.
Jæja, þá malla Prjónaperlur í prentsmiðjunni... Við erum auðvitað mjög spenntar að sjá útkomuna. Svo mörg spennandi verkefni og skemmtilegar frásagnir, og flottar myndir sem við erum búnar að reyna að gera góð skil.... Oh, hvað það verður gaman að sjá þetta í eigin persónu !!
Bókin verður til sölu í verslunum um allt land, einnig verður hægt að panta hana með því að senda okkur línu á prjonaperlur@gmail.com og fá hana senda heim. Hún kemur til með að kosta um 3.600kr.
Við skellum fljótlega myndum úr bókinni hingað inn á bloggið svo þið getið fengið smjörþef af herlegheitunum og farið að láta ykkur hlakka til.
Útgáfugleðin verður svo líklegast haldin síðasta laugardaginn í nóvember - við látum ykkur að sjálfsögðu vita hvar og hvenær þegar nær dregur :-) !
Við vorum á baksíðu Moggans í gær, þessi mynd og grein :)
PRJÓNAÆÐI meðal Íslendinga hefur sjaldan verið meira en um þessar mundir. Frænkurnar Erla Sigurlaug Sigurðardóttir og Halldóra Skarphéðinsdóttir fóru ekki varhluta af því og hófu í sumar söfnun uppskrifta hjá prjónurum úr grasrótinni. Afraksturinn má finna í bók þeirra Prjónaperlur - prjónað frá grasrótinni sem kemur út í lok mánaðar.
Í kjölfar þess að Erla missti vinnu sína sem kennarií sumar sótti hún Halldóru frænku sína heim til Stokkhólms í húsmæðraorlof, en það gerir hún reglulega. Halldóra sem er mikil prjónakona og annar höfunda prjónabókarinnar Prjóniprjón tók Erlu sem áður í handavinnukennslu. Vaknaði þá hugmyndin að grasrótaprjónabókinni.
„Mannfræðileg prjónabók“
"Þar sem svo mikil gróska er í prjóni á Íslandi vorum við forvitnar að vita hvað fólk væri að prjóna. Við höfðum samband við prjónara sem við vissum að færu ekki eftir hefðbundnum uppskriftum og prjónuðu og hekluðu frekar eftir eigin höfði" segir Erla og bætir við að söfnunin hafi gengið framar vonum. Í bókinni má finna um fimmtíu prjónauppskriftir eftir átján prjónara, hinar eiginlegu prjónaperlur úr grasrótinni, auk Erlu og Halldóru. Perlurnar eru hvaðanæva af landinu. „Við köllum bókina stundum „mannfræðilega prjónabók“ þar sem auk uppskriftanna fylgir léttur og húmorískur texti um hvern prjónara.“
Uppskriftirnar voru sérstaklega valdar af Erlu og Halldóru, sem létu ekki fjarlægðina stöðva samstarfið. Ekki er nema rúmt ár síðan Erla hóf að fikta af alvöru við prjónið. Halldóru má hins vegar flokka sem þungavigtaprjónara. Farin var sú leið að velja uppskriftir sem allir gætu prjónað. "Uppskriftirnar eru mjög fjölbreyttar og henta bæði byrjendum sem þaulvönum og er hver uppskrift einstök prjónaperla. Við lögðum upp með að hafa uppskriftirnar á mannamáli og það fór engin uppskrift í bókina sem ég skildi ekki sem byrjandi“.
Erla sem á von á sínu öðru barni eftir fáeinar vikur segir fjölda af uppskriftum hafa safnast til viðbótar. Hún á því allt eins von á að fleiri prjónaperlur líti dagsins ljós.
Hnotskurn »Erla er mannfræðingur og Halldóra doktor í líffræði.
»Þær söfnuðu sjálfar uppskriftum, skrifuðu textann, tóku ljósmyndir og
settu bókina upp.
This is a Flickr badge showing public photos and videos from Prjónaperlur. Make your own badge here.
Prjónaperlur
"Prjónaperlur" og Fleiri Prjónaperlur "eru íslenskar prjónabækur með skemmtilegum prjóna og hekluppskriftum frá íslensku prjónagrasrótinni. Hver hönnuður og hver uppskrift í bókunum er vandlega valin - allt einstakar prjónaperlur.... ;-) Bækurnar fást í verslunum um allt land. Hér bloggum við höfundar bókanna um allt mögulegt sem tengist prjóni og hekli. Njótum prjónalífsins!
Yfirprjónaperlurnar Halldóra og Erla. prjonaperlur@gmail.com
In the New York Times
-
Gotta brag a little… My knitting tours featured in the New York Times! You
can read the article here Pictures: Sigga Ella
The post In the New York Times ...
Girls Wanting To Meet ‘N’ Fuck Right Now
-
Looking and feeling your absolute best at all times by taking care of one’s
grooming and your health is a good way to help detoxify those feelings, but
a...
2015 – Finishes
-
Like every year, I like to start the new year with looking back over my
stitching/knitting/crochet and make a list of the things I have completed
over the ...
Ótrúlega sem tíminn líður.
-
Mikið óskapleg líður tímanum.... ég get nú ekki sagt að ég sé besti
bloggari í heimi... en ætli ég nýti ekki bara tímann í prjónaskap. Ég vona
að ég verð...
Crochet washcloth with a border
-
I made a new crochet washcloth. It is just single crochet square (8.5"x8.5"
if I remember correctly) but with a border. My friend Nancy gave me the
book ...
Kambur
-
Mig langaði að gefa vinkonu minni, jahh eða syni hennar, sængurgjöf. Ég er
oft voðalega sein með svona hluti en loksins gafst mér tækifæri. Ég hef
lagt það...
Skaftholtsréttir
-
Það var svo sannarlega blautt í réttum þetta árið - það þurfti næstum því
kút og kork eins og ein sagði. Þó svo að það hafi rignt hressilega þá var
múgur o...