Já, sjöundi himinn nær bara ekki yfir þetta!
Útgáfugleði Prjónaperla var haldin um síðastliðna helgi í Iðu og hún gekk vonum framar. Við erum í skýjunum yfir viðtökunum. Bjuggumst alls ekki við svona svakalega frábærum viðtökum! Það komu svo margir að við áttum fullt í fangi með að árita og spjalla, enda prjónarar og prjónabókaáhugafólk með eindæmum áhugavert og skemmtilegt fólk! Piparkökurnar kláruðust og bókin líka... En hún er aftur til núna - og á tilboðsverði eitthvað áfram - enda metsölubók vikunnar í Iðu :)
Prjónaperlur fást nú ... tja, nánast út um allt! Í helstu bókaverslunum og hannyrðabúðum, föndurbúðum, auk Hagkaupa, Krónunnar og á pósthúsum hér og þar um landið.
Meira prjón, meiri gleði...
Erla og Halldóra
...en ekki í Bóksölu stúdenta! Kemur hún þangað?
ReplyDeleteHæ,
ReplyDeletefórum með bækur í Bóksölu Stúdenta seinnipartinn í gær :)
Bestu kveðjur,
Erla