Friday, December 4, 2009

Perlurnar okkar...

Prjónaperlurnar okkar, sem eru með framlög í bókinni eru svo yndislegar.... allar sem ein. Okkur finnst við svo heppnar að hafa krækt í þær til að vera með í bókinni.

Þær eru svo sérstakar hver á sinn hátt – bæði í háttum og prjóni. Eru á öllum aldri, og alls staðar að frá landinu. Mjög gaman að sjá hvað þær nálgast prjónið á mismunandi hátt, hvað prjónasmekkurinn er mismunandi, og hvað það eru ólík verkefni sem helst verða fyrir valinu hjá hverri og einni. En allar eiga perlurnar það sameiginlegt að vera prjónarar af lífi og sál. Sumar þeirra hafa prjónað í yfir 70 ár (!) en aðrar bara í nokkra mánuði. Við ætlum að kynna nokkrar prjónaperlur hér á blogginu, en hér kemur fyrst upptalning á þeim öllum og stykkjunum þeirra, í stafrófsröð.


Prjónaperlurnar fínu:

Elísabet Matthíasdóttir, 62ja ára frá Siglufirði: Heklaðir ungbarnaskór, í bómullargarni.
Emelía Kristbjörnsdóttir, 83ja ára frá Skeiðum, Suðurlandi: Vettlingar prjónaðir langsum að sjónvarpssokkahætti, úr plötulopa.
Eva Rós Ólafsdóttir, 25 ára Hafnfirðingur: Apapeysa á litla kroppa, prjónuð ofan frá, í léttlopa.
Guðrún Axelsdóttir, 55 ára Hafnfirðingur: Síð kaðlapeysa úr plötulopa, Dúlluteppi Veru (heklað barnateppi), úr léttlopa, Hekla (hneppt barnapeysa ),úr einföldum plötulopa.
Helga Linnet, 35 ára frá Hafnarfirði: Fingravettlingar og húfa í stíl, léttlopi.
Hrönn Konráðsdóttir, 29 ára Reykvíkingur: Galdravettlingar, úr léttlopa.
Ilmur Dögg Gísladóttir, 32ja ára frá Reykjavík: Sjalið sumarskakki úr einbandi og Einföld peysa í öllum stærðum - með laskaermum, í hvaða garni sem er.
Hjónin Jóhann Jóhannsson og Guðný E. Kristjánsdóttir, sextug unglömb frá Stöðvarfirði: Eyrnaband að austan, úr plötulopa.
Jóhanna Hjaltadóttir, 90 ára Reykvíkingur: Prinsessutátiljur úr plötulopa.
Ingibjörg Ólafsdóttir, 51 árs, Reykjavík: Leikskólavettlingar úr sokkagarni og einbandi.
Kristrún Eiríksdóttir, 60 ára, Egilsstöðum: Rósastrengsvettlingar úr einbandi.
Margrét Gauja Magnúsdóttir, 33ja ára Hafnfirðingur: Ástarhúfan yndislega, úr léttlopa eða Dale freestyle.
Marín Þórsdóttir, 32ja ára Mosfellingur: Prjónaður kerrupoki, úr léttlopa, prinsessuspöng úr glimmergarni, heklaður froskur, úr bómullargarni.
Pom Ahnborg, 32ja ára, Stokkhólmi: Lambið krúttlega, úr krullugarni og hvítu ullarbandi, t.d. Kambgarn.
Ragnheiður Eiríksdóttir, 38 ára, frá Reykjavík: Peysan Lóa úr Nammigarninu eða einbandi.
Rán Ingvarsdóttir, 31 árs, Hafnarfirði: Prjónakrílin, úr hverju sem er.
Vilborg María Ástráðsdóttir, 34ra ára frá Hreppum á Suðurlandi: Bokki (lítil peysa úr einföldum plötulopa), Sóley í túni (litlir sokkar úr léttlopa), Hrafnaklukka (síð peysa eða kjólapeysa úr einföldum plötulopa og einbandi saman), Grámhildur (Útprjónuð hneppt peysa í fullorðinsstærð úr léttlopa).
Þorgerður Pálsdóttir, 29 ára, Reykjavík: Kaðlahúfa úr léttlopa.

Og svo eru það við sjálfar, og af því við erum frekastar þá erum við með 10 uppskriftir hver!.... :-)
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, 33ja ára Hafnfirðingur: Trefill í gegn,Garðaprjónssmekkur, hekluð Frjálsmen (hálsmen), Hekluð skotthúfa, Girnilega stroffhúfan, Sjónvarpssokkar, Speisaðir vettlingar, Klukkuprjónsslá, Klukkuprjónskragi, og Hekluð alpahúfa.
Halldóra Skarphéðinsdóttir, 41 árs, Stokkhólmi: Prjónuð skotthúfa, Venjulegir lopavettlingar, Pilsið Ljúfa, Peysan Emil, Hekluprjón vettlingarnir Fjólublár draumur, Eyrnahlífahúfa, Sjalið Möbíus, Barnapeysa prjónuð á hlið, Húfa með lausu blómi og Ponsufléttuhúfan Rósa.

No comments:

Post a Comment