Thursday, December 31, 2009

Í lok árs.....

Jæja, þá er þetta prjónaár liðið.
Mikið rosalega er þetta búið að vera skemmtilegt ár.... á alla kanta - og þá sérstaklega prjónakanta.... :-) Það var svo gaman að vinna í prjónabókinni - og svo frábært auðvitað þegar hún kom út! Salan hefur gengið vonum framar, bókin rennur út einsog heitar lummur.... :-) Hún hefur nú selst í fleiri eintökum á þessum mánuði síðan hún kom út heldur en fyrsta bók Halldóru (Prjóniprjón) allt árið !

Bókin hefur fengið skemmtilega umfjöllun í ýmsum fjölmiðlum, það hefur lent meira á Erlu því Halldóra er jú úti í Stokkhólmi, þannig að Prjónaperlan Erla ætti að vera orðin flestum kunn hér á landi. Í byrjun nóvember var viðtal við Erlu á baksíðu Morgunblaðins um bókina, það kom svakalega vel út, skemmtileg umfjöllum um prjónagróskuna og flott mynd :) Baksíða Moggans - geri aðrir betur ha?! ;) Hér má sjá pdf af Moggaviðtalinu. Fréttablaðið var með prjónaumfjöllun og viðtal í sömu viku og bókin kom út (sjá pdf af viðtalinu hér), ásamt því sem Erla kom í viðtali í Morgunútvarpi Bylgjunnar þá vikuna. Þar lofaði Heimir Karlsson henni að læra að fitja upp mjög fljótlega...! Í desemberblaði Hús & híbýli var innlit heim til Erlu og fjölskyldu og mjög skemmtilegt 6 síðna viðtal við Prjónaperluna Erlu þar sem hún ræðir um prjón og Prjónaperlur, hér er pdf af því. Í jólablaði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í desember var sömuleiðis viðtal við Erlu og grein um bókina, enda Erla Hafnfirðingur og þó nokkrir prjónarar í bókinni sömuleiðis frá Hafnarfirði.


Svo var Sunnlenska fréttablaðið með grein um bókina í miðjum desember (Sjá hér fyrir neðan) ásamt því sem Fjarðarpósturinn og Bændablaðið hafa fjallað um bókina.
Allt að gerast....:-)
Gaman að því.


Jæja elskurnar. Við viljum þakka frábærar viðtökur og nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegs nýs prjónaárs. Veriði áfram dugleg að grípa í prjónana, það er svo notalegt.
Njótum prjónalífsins.... :-)



Ykkar,
Halldóra og Erla

No comments:

Post a Comment