Fyrst fæddist bókin okkar og svo kom barnið, alveg eins og eftir planinu! Sonur Erlu Prjónaperlu fæddist 13. desember sl. og kom á hárréttum tíma. Bókin var komin út, búið að dreifa henni og þá ákvað þessi elska að láta sjá sig :) Fæðingin líkt og bókaútgáfan gekk mjög vel og hann er svo vær og yndislegur. Hér má sjá hann á leið heim af fæðingardeildinni í EINU flíkinni sem ég hef prjónað á hann hingað til... ég var jú upptekin við vinnu í bókinni svo prjónaskapurinn fékk að sitja eilítið á hakanum... en nú er ég nú búin að fitja upp á lopapeysu á guttan og stefni í að prjóna mína fyrstu sokka með hæl - auðvitað upp úr Prjónaperlum. Þetta er allt að koma! Það er svo vonandi bara að hann gefi mér tvær hendur lausar til að prjóna á sig... ;)
In the New York Times
-
Gotta brag a little… My knitting tours featured in the New York Times! You
can read the article here Pictures: Sigga Ella
The post In the New York Times ...
5 months ago
No comments:
Post a Comment